Drengjaflokkur í 8-liða úrslit bikarsinsPrenta

Körfubolti

Ólafur Bergur í stuði

Drengjaflokkur Njarðvíkur komst í kvöld í 8-liða úrslit í bikarkeppninni með öflugum 85-74 sigri á Breiðablik. Ólafur Bergur átti öflugan dag með 30 stig og var grimmur í frákastabaráttunni. Gabríel Sindri gerði 18 stig og Veigar Páll sem er að stíga upp úr slæmum ökklameiðslum skoraði 16 stig á 15 mínútum.

Liðið lék mjög vel saman og komst um 20 stigum yfir í síðari hálfleik. Blikar komu sterkir til baka og náðu að minnka muninn í 6 stig í fjórða leikhluta með góðri pressuvörn. Njarðvíkingar stóðust áhlaup gestanna og luku verkefninu 85-74. Glæsilegur sigur, vel gert drengir!

Áfram Njarðvík