Domino´s-deild karla hefst í kvöld: KR-NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Í kvöld hefst keppnin í Domino´s-deild karla og ljónin okkar halda inn í höfuðstaðinn og mæta KR í DHL-Höllinni kl. 20:15. Eins og flestum er kunnugt eru aðeins 200 áhorfendur leyfðir á leik kvöldsins og því vissara fyrir græna sem ætla í bæinn að styðja við bakið á Njarðvík í kvöld að mæta tímanlega. Fyrir þá sem eiga ekki kost á því að vera viðstaddir leikinn þá verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við minnum alla Njarvíkinga á „vinnum saman” verkefnið hjá Stöð 2 Sport en þar getur þú styrkt þitt lið með áskrfitinni.

Spámenn hafa farið misjöfnum höndum um Njarðvíkurliðið þetta haustið en við spyrjum bara að leikslokum, hér í Njarðvík gerum við alltaf kröfu á að okkar menn berjist á meðal þeirra bestu og við styðjum þá allan tímann, alla leið!

Þónokkrar breytingar hafa orðið á liðinu okkar frá síðustu leiktíð og má sjá þær hér (komnir/farnir listi tekinn saman af Óla Þór hjá Karfan.is):

Komnir:
Baldur Örn Jóhannesson frá Þór Ak
Friðrik Ingi Rúnarsson (aðstoðarþjálfari)
Rodney Glasgow frá Newcastle (England)
Ryan Montgomery frá Lee University (USA)
Adam Eiður Ásgeirsson frá John Brown University
Zvonko Buljan frá Króatíu
Farnir:
Kristinn Pálsson til Grindavíkur
Arnór Sveinsson til Keflavíkur
Aurimas Majauskas til BC Zaporizhye (Úkraínu)
Róbert Sean Birmingham til Baskonia
Chaz Williams til Pelister Bitola (Norður Makedóníu)
Tevin Falzon til Palestrina (Ítalíu)
Eric Katenda

Leikmannalisti karlaliðs Njarðvíkur tímabilið 2020-2021
Rodney Glasgow Jr.
Hermann Ingi Harðarson
Rafn Edgar Sigmarsson
Ryan Montgomery
Veigar Páll Alexandersson
Bergvin Einir Stefánsson
Ólafur Helgi Jónsson
Jón Arnór Sverrisson
Adam Eiður Ásgeirsson
Logi Gunnarsson
Maciej Baginski
Gunnar Már Sigmundsson
Baldur Örn Jóhannesson
Mario Matasovic
Zvonko Buljan

Keppnisdagskrá liðsins