Deildarmeistarar UMFN 1.deild kvennaPrenta

Körfubolti

Stúlkurnar okkar tryggðu sér deildarmeistaratitlinn í 1.deild kvenna í kvöld með öruggum sigri á liði Grindavíkur 86:58 þegar liðin mættust í Njarðtaksgryfjunni. Njarðvík leiddu með 11 stigum í hálfleik en seinni hálfleikur var eign okkar stúlkna frá upphafi til enda og lönduðu þær sigrinum og um leið heimavallarrétti í úrslitakeppninni. Gríðarlega flott barátta allan leikinn hjá okkar liði og mikil stemmning myndaðist með öflugri stuðningsmannasveit sem mætti á svæðið

Grindavík hóf leikinn hinsvegar  af miklum krafti og  3:6 var staðan eftir 5 mínútna leik eða allt þar til að Helena Rafnsdóttir setti körfu og fékk víti að auki sem hún setti niður og jafnaði leikinn.  Eftir þetta hófst gríðarlega jafn leikur og mikil barátta frá báðum liðum.  Aldrei var mikið meira en 2-3 stig sem skildu liðin eða allt þar til um 3 mínútur voru til hálfleiks þá skoruðu Njarðvík 8 stig án þess að Grindavík náðu að svara og voru allt í einu komnar í 10 stiga forystu, 33:23.  Þessa forystu náðu Njarðvík að draga með sér inn í hálfleik og rúmlega það í stöðunni 37:26.
Í seinni hálfleik hömruðu Njarðvíkurstúlkur stálið heitt og leiddu með 12 stigum eftir 30 mínútur og þá þegar ákveðinn grunnur kominn að sigri þeirra þetta kvöldið.  Chelsea Jennings leiddi liðið í skorun og Helena Rafnsdóttir og Kamilla Sól Viktorsdóttir voru einnig grimmar að ráðast á körfuna.  Njarðvík litu í raun aldrei tilbaka eftir þetta heldur gáfu bara í og voru að lokum komnar með 20+ stiga forskot sem að þær héldu svo að mestu allt til loka leiks og lönduðu deildarmeistartitlinum í 1.deild kvenna og vel að því  komnar enda spilað vel í vetur.  Grindavík voru í raun aldrei með nægilega góðar lausnir gegn grimmari vörn Njarðvík þetta kvöldið þrátt fyrir að þær hafi sýnt fína baráttu í sínum leik.  Þetta kvöldið voru okkar stúlkur einfaldlega sterkari.

Stigahæst  þetta kvöldið var Chelsea Jennings með 23 stig en næst henni var Helena Rafnsdóttir með 19 stig og 9 fráköst og óhætt að kasta á hana “Kvennmaður leiksins” þetta kvöldið. Frábær frammistaða hjá Helenu sem og öllu liðinu í raun.