Deildarhlé fram til 25. nóvemberPrenta

Körfubolti

Tap gegn Keflavík í sjöundu umferð

Kvennalið Njarðvíkur tapaði 74-54 gegn grönnum sínum í Keflavík í Domino´s-deild kvenna í gærkvöldi. Shalonda Winton var atkvæðamest í Njarðvíkurliðinu með 15 stig og 20 fráköst. Það er nokkuð ljóst að eitthvað þarf trúin á skotin að eflast því teignýting Njarðvíkurliðsins var 25%, þriggja stiga nýtingin 29% og vítanýtingin 57%.

Skaðinn átti sér stað í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru leikhlutarnir mun jafnari en tapleikirnir engu að síður sjö í röð í deildinni og nú er komið deildarhlé vegna landsleikja til 25. nóvember en næsti deildarleikur er þá í Ljónagryfjunni 25. nóvember gegn Haukum. Áður en liðin halda í hlé á kvennalið Njarðvíkur einn leik fyrir höndum í 16-liða úrslitum Maltbikarsins þegar liðið tekur á móti Stjörnunni þann 5. nóvember næstkomandi kl. 19:15 í Ljónagryfjunni.

Keflavík 74-54 Njarðvík – tölfræði leiksins

 

sparrilogo