Davíð Hildiberg Aðalsteinsson Norðurlandameistari í 100m baksundiPrenta

Sund

Sundmenn ÍRB voru að standa sig vel með íslenska landsliðinu á Norðurlandamótinu í 25m laug, en mótið fór fram á Íslandi.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í 100m baksundi á sínum besta tíma. Þess má geta að Davíð var eini Norðurlandameistarinn sem Ísland eignaðist á mótinu.

ÍRB átti fimm fulltrúa í landsliði Íslands og stóðu þau sig mjög vel. Það voru þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Baldvin Sigmarsson, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Sunneva Dögg Robertson.

Aðrir frá ÍRB sem unnu verðlaun fyrir Íslands hönd voru, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir sem vann þrenn bronsverðlaun, í 800m skriðsundi, 400m fjórsundi, og með kvennasveit Íslands í 4 x200m skriðsundi og Sunneva Dögg Robertson sem vann tvenn bronsverðlaun, í 200m skriðsundi og með kvennasveit Íslands í 4 x200m skriðsundi.