Hér að neðan má sjá helstu upplýsingar er varða Covid 19 frá Ungmennafélaginu.
Below information regarding Covid 19 from UMFN.

Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins og einnig á sameiginlegum vef embætti landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra
Nýjustu upplýsingar varðandi takmarkanir og reglur á íþróttastarfi í landinu má finna á vef Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel og reglulega með heimasíðu og facebooksíðum sinna flokka ásamt skilaboðum og tölvupóstum frá félaginu.

Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og/eða hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti eru beðnir um að halda sig heima og eru hvattir til þess að hringja í síma 1700 fyrir frekari leiðbeiningar.
Allt íþróttastarf er hagað eftir reglum hverju sinni. Frá og með 14. október mun allt barna og unglingastarf innan UMFN fara í hlé þangað til 20. október nk.
Þetta á við um alla aldurshópa og verður endurskoðað sem fyrr segir þann 20. október nk. Þjálfarar einstakra flokka verða í sambandi við sína iðkendur ef breytingar eru á starfsemi

Við hvetjum alla til þess að fara eftir tilmælum yfirvalda og huga vel að bæði andlegri og líkamlegri heilsa.
English:
All sports activities are done in accordance with regulations set by the authorities. From 14th october until 20th october all sports activities for children is supspended.
Activities will be re-evaluated by each sport division within UMFN on the 20th october. Coaches will contact their relevant participants for changes that need to be done with practices or other measures that need to be enforced.

We encourage everyone to follow the recommendations of authorities and take care of both mental and physical health.
Together we will overcome this wave like we did with the first one.

Uppfærð reglugerð 18. okt 2020 frá UMFÍ

Ný reglugerð um íþróttastarf


Mjög takmarkað íþróttastarf er heimilt á höfuðborgarsvæðinu. Enn eru kvaðir á allt íþróttastarf og fjölda áhorfenda um allt land.

Töluverðar breytingar eru á nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á íþróttastarfi frá því sem sóttvarnalæknir skrifaði um í minnisblaði í síðustu viku. Ný reglugerð tekur gildi þriðjudaginn 20. október, þar á meðal um íþróttastarf. Reglugerðin verður að óbreyttu í gildi til 10. nóvember. 

Fram kemur í reglugerðinni að heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma.

Mikilvægt er að kynna sér reglugerð ráðherra hér að neðan vel. Við vekjum sérstaka athygli á ákvæði til bráðabirgða neðst í reglugerðinni sem fjallar um íþróttastarf og takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu til 10. nóvember: 

Reglugerð um takmörkun á samkomum 

Ef spurningar vakna er um að gera og senda þær á umfi@umfi.is

Reglugerðin sem kveður á um íþróttastarf er eftirfarandi:

Höfuðborgarsvæðið

  • Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.
  • Heimildir fyrir íþróttastarfi, æfinga og keppna á vegum ÍSÍ gilda ekki á höfuðborgarsvæðinu.
  • Íþrótta- æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, þar með talið skólasund, sem krefst meiri snertingar og frekari blöndunar hópa en í skólastarfi, er óheimilt á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

Íþróttir og keppnir utan höfuðborgarsvæðis:

  • Þrátt fyrir 2 metra nálægðartakmörk eru snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en virða skal 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Þrátt fyrir 20 manna fjöldatakmörk er allt að 50 einstaklingum heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ. Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum.
  • Íþrótta og heilsuræktarstarfsemi: Heimilt er með skilyrðum að standa fyrir og stunda íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi ef um er að ræða skipulagða hóptíma þar sem allir þátttakendur eru skráðir. Við þessar aðstæður er skylt að virða 2 metra regluna, þátttakendur mega ekki skiptast á búnaði meðan á tíma stendur og allur búnaður skal sótthreinsaður á milli tíma. Sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur, s.s. á heilsuræktarstöðvum, er óheimil.

Nánar

Reglugerðir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir verða birtar í Stjórnartíðindum á morgun. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar. Reglugerðirnar eru meðfylgjandi.

Heilbrigðisráðuneytið birti tilkynningu síðastliðinn föstudag þar sem gerð var grein fyrir meginefni áformaðra breytinga á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi næstkomandi þriðjudag en með þeim fyrirvara að nákvæm útfærsla einstakra þátta yrði skýrð með reglugerð. Við smíði reglugerðarinnar voru höfð að leiðarljósi þau meginsjónarmið sóttvarnaráðstafana að gætt sé því að fólk haldi fjarlægð sín á milli, komi ekki saman í stórum hópum og deili ekki sameiginlegum snertiflötum nema þeir séu sótthreinsaðir á milli einstaklinga. Jafnframt eru lýðheilsusjónarmið lögð til grundvallar með áherslu á að sem flestir geti stundað íþróttir og heilsurækt í einhverjum mæli.

Vakin er athygli á 5. gr. meðfylgjandi reglugerðar um takmarkanir á samkomum varðandi útfærslu á nálægðartakmörkun í íþróttum o.fl. og bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar sem kveður á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu. Nánar er greint frá þessu hér að neðan:

Reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar

Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi vegna farsóttarFleiri fréttir um COVID-19 á www.umfi.is