Bus4u og Njarðvík saman í baráttunni á komandi tímabiliPrenta

Körfubolti

Bus4u og Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur verða saman í baráttunni á komandi körfuboltavetri en Sævar Baldursson framkvæmdastjóri og eigandi Bus4u og Jón Björn Ólafsson ritari körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur kvittuðu nýverið undir samstarfið.

Stjórn KKD UMFN býður Bus4u velkomið til samstarfsins en það er okkur afar mikilvægt að fólk og fyrirtæki taki virkan þátt í starfinu og keppninni á meðal þeirra bestu á Íslandi.

Bus4u er akstursþjónustufyrirtæki og vel þekkt í Reykjanesbæ sem og víðar. Fyrirtækið hefur undir stjórn Sævars starfað í hart nær tvo áratugi við góðan orðstýr í farþegaflutningum.

Heimasíða Bus4u

Mynd/ Sævar og Jón Björn innsigla samstarfið.