Brynjar Atli lánaður til VíðisPrenta

Fótbolti

Knattspynudeild Njarðvíkur hefur ákveðið að lána Brynjar Atla Bragason markvörð til Víðis í Garði til að afla honum meiri reynslu. Brynjar Atli verður því aðalmarkvörður Víðismanna á komandi leikjum og mótum. Við teljum þetta vera stórt skref fyrir Brynjar Atla sem er á átjánda ári að verða aðalmarkvörður Víðis í sumar. Við óskum honum góðs gengis í komandi leikjum.

Nýr markvörður verður kynntur fljótlega eða fyrir næsta leik sem er 10. mars gegn ÍBV í Lengjubikarnum.

Þrír aðrir leikmenn hafa yfirgefið okkar herbúðir í vikunni. Hörður Fannar Björgvinsson sem varði mark okkar sl. sumar fer að láni til Álftanes. Hörður Fannar er á leið erlendis í nám og gaf því ekki kost á sér að vera með okkur á þessu tímabili. Davíð Guðlaugsson sem datt út vegna meiðsla snemma sl. sumar og var búin að vera með okkur síðan 2014 en hann gengur til liðs við Víði. Þá gekk Alti Haukur Brynleifsson yfir í Reyni S en Atli Haukur sem er 20 ára gekk uppúr 2. flokki sl. sumar en hann hefur  æft með meistaraflokki og tekið þátt í æfingaleikjum í vetur.

Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag hjá okkur og óskum þeim góðs gengis.