Brynjar Atli æfði hjá Bolton í vikuPrenta

Fótbolti

Markmaðurinn Brynjar Atli Bragason er lomin heim frá Englandi en hann æfði í viku með yngri liðum Bolton Wanderers. Hann æfiði með U18 OG U23 liði Bolton auk þess að vera á markmannsæfingum. Brynjar Atli sem fæddur er árið 2000 varð fimmti yngsti leikmaður Njarðvíkur á Íslandsmóti þegar hann stóð vaktina í markinu í sigurleik gegn Vestra í september 2016.

Brynjar Atli hefur allan sinn ferill leikið með Njarðvík og þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar leikið sex leiki með Njarðvík í deildar- og bikarkeppni. Brynjar á að baki fimm leiki með U17 landsliði Íslands og einn með U18 í 3-0 sigri á Slóvakíu í september. Í fyrra æfði Brynjar Atli með Sheffield United.

Mynd/ Brynjar Atli í æfingabúning Bolton