Breiðablik-Njarðvík í SmáranumPrenta

Körfubolti

Í kvöld heldur kvennalið Njarðvíkur inn í Kópavog og mætir Breiðablik í Domino´s-deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Smáranum í Kópavogi. Okkar konur eru á höttunum eftir sínum fyrstu stigum í deildinni en þær lögðu einmitt Breiðablik á dögunum í 8-liða úrslitum Maltbikarsins.

Þá á morgun mætast Njarðvík og Höttur í Ljónagryfjunni í Njarðvík sem er jafnframt síðasti leikur okkar manna fyrir jólafrí og því síðasti leikur þeirra í Ljónagryfjunni á árinu. Af því tilefni ætlum við að bjóða upp á dúndur-hamborgaratilboð á morgun með miða á leikinn, borgara og gos/svala á litlar 2000 kr. Stakur borgari með gosi/svala verður á 1000 kr.

#ÁframNjarðvík