Njarðvík kaupir Braga Karl Bjarkason!
Knattspyrnudeild Njarðvíkur og FH hafa komist að samkomulagi um kaup á Braga Karli Bjarkasyni.
Bragi er 23 ára gamall hávaxinn kantmaður sem er uppalinn í ÍR en var gekk til liðs við FH frá ÍR fyrir síðustu leiktíð.
Bragi var markakóngur í 2. deild 2023 þegar hann skoraði 21 mark fyrir ÍR. Hann skoraði síðan 11 mörk í Lengjudeildinni árið 2024.
Á síðustu leiktíð skoraði Bragi 2 mörk í 18 leikjum fyrir FH í Bestu deildinni.
Bragi gerir samning við Njarðvík út keppnistímabilið 2029, og hefur æfingar með nýju liðsfélögum sínum í dag.
Knattspyrnudeild Njarðvíkur býður Braga Karl hjartanlega velkominn til Njarðvíkur og hlakkar mikið til að sjá hann í grænu treyjunni næstu árin!