Bolti og burger: Njarðvík-Þór Þorlákshöfn í GryfjunniPrenta

Körfubolti

Tvö heitustu lið landsins mætast í Subwaydeild karla í kvöld. Njarðvík tekur þá á móti Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni kl. 18:15 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrir svona glímu dugir ekkert minna en að rífa fram grillin og grilla Njarðvíkurborgarana góðu. Ljúffengur borgari frá kl. 17.30 í Ljónagryfjunni og tip-off á slaginu 18.15.

Búist er við svakalegum leik í kvöld, jafnvel þó talsvert skilji á milli liðanna í deildinni þar sem Ljónin í Njarðvík eru á toppnum með Val með 28 stig en Þór í 8. sæti deildarinnar með 16 stig. Þórsarar hafa nú unnið fimm deildarleiki í röð og Njarðvík átta. Ljóst er því að önnur af tveimur lengstu sigurgöngum deildarinnar þessi misserin verður lögð til hvílu í kvöld.

Í síðustu átta deildarleikjum hefur Njarðvík unnið Hauka, Breiðablik, Grindavík, Stjörnuna, Tindastól, Hött, ÍR og Keflavík. Þórsarar hafa að sama skapi unnið ÍR, Keflavík, Val, KR og Hött.

Miðasala á leikinn fer fram í Stubbur-app og við hvetjum fólk til að mæta tímanlega í hamborgaraveisluna og ná sér í gott sæti í stúkunni. Hlökkum til að taka á móti ykkur í Gryfjunni í kvöld #FyrirFánann