Blásið til aukaaðalfundar í maíPrenta

Körfubolti

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í gærkvöldi. Á fundinum var stjórnarkjöri vísað til aukaaðalfundar sem fram fer í maímánuði þegar Íslandsmót í meistaraflokkum karla og kvenna eru yfirstaðin.

Ágæt mæting var á fundinn í gærkvöldi þar sem hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram að undanskyldu stjórnarkjöri.