Bikarúrslitadagur runninn uppPrenta

Körfubolti

Nú hriktir í stoðum Reykjanesbrautar! Ljónahjörðin heldur inn í höfuðstað til að styðja við bakið á okkar mönnum sem mæta Stjörnunni í Geysisbikarúrslitum kl. 16:30 í Laugardalshöll. Það lætur enginn Njarðvíkingur sig vanta í dag enda skiptir stuðningurinn höfuðmáli.

Fyrir þá sem enn eiga eftir að tryggja sér miða þá minnum við á þessa slóð:
https://tix.is/is/specialoffer/mpg5herbku5y2
(athugið að á þessari slóð rennur allur söluágóði til KKD UMFN. Sé miðamagn félagsins búið þá færist þið sjálfkrafa yfir á miðasölu Tix og KKÍ).

Rétt eins og síðasta fimmtudag munu stuðningsmenn geta komið saman í dag á leikdegi frá kl. 14:30 í nýja anddyri Laugardalshallar til þess að þétta raðirnar fyrir leik. Veitingasala verður í anddyri.

Stjórn KKD UMFN vill koma því á framfæri að stuðningsmannabolirnir eru uppseldir en stjórn verður með Njarðvíkurderhúfur til sölu á staðnum. Stuðningsmannabolirnir verða samt sem áður aftur til sölu fyrir úrslitakeppnina í Domino´s-deildinni.

Á samkomustaðnum okkar í Höllinni frá 14.30 í dag verða einnig miðar til sölu, þeir sem eftir eru en við áréttum að takmarkað miðamagn er eftir af þeirri miðaúthlutun sem rennur óskipt til Njarðvíkur. Þeir sem eru seinir fyrir að kaupa miða gætu þurft að gera það við aðalinngang á leikdegi.

Það er langt um liðið síðan karlalið Njarðvíkur lék til úrslita um bikarinn svo við hvetjum alla til þess að fjölmenna og njóta dagsins við að styðja okkar lið eins og enginn sé morgundagurinn. Græna hafið ber þunga undiröldu. Njótið.

FB-Viðburður leiksins

#ÁframNjarðvík #Ljónin

Við fengum svo góðar kveðjur frá okkar bestu mönnum í boltanum, takk fyrir sendinguna strákar, sjáumst í Höllinni í dag: