Arnar Smárason semur til 2025Prenta

Fótbolti

Arnar Smárason semur við Njarðvík til 2025.

Arnar Smárason hefur samið þess efnis að sinna áfram starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Njarðvík næstu 2 árin, og mun því starfa áfram með Gunnari Heiðari sem samdi til tveggja ára nú á dögunum.

Arnar kom til okkar Njarðvíkinga fyrir tímabilið í ár, en áður hafi hann verið einn aðalþjálfara Víðis í Garði.
Arnar hefur bæði UEFA A og UEFA Elite Youth gráður, og er mikið gleðiefni að hafa framlengt við Arnar, sem hefur komið vel inn í félagið okkar.

Vinna er í fullum gangi að undirbúa liðið fyrir næsta tímabil í Lengjudeildinni, og getum við vonandi fært frekar fréttir af því á komandi misserum.

Áfram Njarðvík!