Annar flokkur leikur til úrslita bikarkeppninni gegn Fjölni (uppfært)Prenta

Fótbolti

Annar flokkur Keflavík/Njarðvík leikur á morgun til úrslita við Fjölni í Bikarkeppni 2. flokks og verður leikið á Nettóvellinum. Á leið liðsins í úrslitaleikinn unnum við Hauka 1 – 3 og Breiðablik 1 – 2. Keppni í A deild Íslandsmótsins lauk í sl. viku og endaði liði þar í 5 sæti í 10 liða deild.

Keppni í Íslandsmóti B liða lýkur núna í vikunni. Við vorum með tvö lið í sitthvorum riðli og í A riðli og B riðli og enduðum bæði liðin sem sigurvegarar. Í 4 liða úrslitakeppni sigraði Keflavík/Njarðvík – HK/Ýmí 4 – 3 en Keflavík/Njarðvík2 tapaði fyrir FH 0 – 1, leikið var í Reykjaneshöll.

Það verða því Keflavík/Njarðvík og FH sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í keppni B liða en sá leikur fer fram á miðvikudaginn – og fer hann fram inní Hafnafirði á Kaplakrikavelli kl. 16:00.

Við hvetjum alla að mæta á Nettovöllinn á morgun þriðjudag og hvetja okkar lið til sigurs.