Allt íþróttastarf fellur niður frá 31. októberPrenta

UMFN

Í ljósi hertra aðgerða yfirvalda mun allt íþróttastarf falla niður næstu tvær til þrjár vikur.
Æfingar hjá yngri flokkum innan UMFN munu því ekki vera með hefðbundnu sniði í þann tíma sem reglugerðin er í gildi. Reglugerðin tekur gildi á miðnætti í kvöld.

ATH. Allar æfingar fara fram samkvæmt æfingatöflu í dag.

Við höfum staðið okkur vel innan okkar raða að halda þessum vágesti fjarri íþróttastarfinu okkar. Við viljum þakka foreldrum og iðkendum fyrir það góða samstarf. Það er ósk okkar að við hlaupum þetta maraþon áfram saman svo röskun á starfi verði sem minnst.

Eins og í vor þá munu þjálfarar allra flokka leggja mikinn metnað í æfingaáætlun með fjölbreyttar og skemmtilegar heimaæfingar.

Hér má sjá frétt á vef ÍSÍ.
Reglugerð um samkomutakmarkanir vegna farsóttar.
Minnisblað sóttvarnarlæknis má sjá hér.
Hér má sjá frétt af vef Heilbrigðisráðuneytisins.

Það er von okkar að allir séu við góða heilsu og nái að vera svo áfram.

Áfram Njarðvík