Allt eða ekkert á laugardag!Prenta

Körfubolti

Ljónynjurnar okkar urðu að sætta sig við 67-64 ósigur í úrslitum 1. deildar kvenna í kvöld og staðan því 2-2 í einvíginu gegn Grindavík. Oddaleikur í Njarðtaksgryfjunni á laugardag mun því ákveða hvort liðið fari upp í úrvalsdeild á næsta tímabili. Í stuttu máli, það eru allar hendur upp á dekk á laugardag!

Eftir flottan fyrri hálfleik fjaraði undan leik okkar kvenna í þeim síðari og Grindavík reyndust þrautgóðar á raunastund á lokasprettinum. Við fengum þrist í lokin til að koma leiknum í framlengingu en það dugði ekki og því fór sem fór.

Chelsea Jennings var með 26 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta og Helena Rafnsdóttir bætti við 16 stigum og 12 fráköstum.

Tölfræði leiksins
Myndasafn

Njarðvíkingar nú er síðasti leikur liðsins á laugardag, allt undir og allt lagt í sölurnar. Græna hjörðin hefur farið algerlega á kostum í stúkunni í einvíginu og nú mæta allir klárir í að styðja liðið og hjálpa þeim í deild þeirra bestu.

Oddaleikurinn er í Njarðtaksgryfjunni 12. júní kl. 19:15.