Æfingatafla fyrir veturinn 2020-2021 og þjálfarar yngri flokkPrenta

Körfubolti

Nýja æfingataflan er nú komin á heimasíðuna.
Æfingar hefjast mánudaginn 24. ágúst. Taflan er kynnt með fyrirvara um breytingar fram til 10. september. Skráning fer fram á https://umfn.felog.is/ og opnar fyrir hana fimmtudaginn 20. ágúst. Mikilvægt er að iðkendur séu skráðir
sem allra fyrst.

Nú hefjast æfingar með sérstökum hætti vegna sóttvarna sem gilda í landinu. Vanda verður mjög til verka og allir taki þátt saman í að gera þetta rétt. Mikilvægt er að mæta ekki of snemma á æfingar því ekki er hægt að hleypa inní salinn fyrr en hópurinn á undan er farinn út.

Hér eru nokkrar mikilvægar reglur frá KKÍ og HSÍ varðandi æfingaiðkun.

Eingöngu leikmenn, þjálfarar og sjúkrateymi hafa aðgang að æfingum, nefndir hér þátttakendur.

Búningsklefar eru ekki notaðir heldur koma þátttakendur klæddir og tilbúnir til æfinga. Einnig skulu
þátttakendur hafa með sér drykkjarföng (óheimilt að deila drykkjarföngum) og annan búnað s.s.
bolta, keilur o.s.frv. og skal slíkur búnaður aðeins notaður fyrir hvern æfingahóp.

Félögin skulu tryggja að þátttakendur hittist ekki á milli æfinga tveggja hópa, annað hvort með
nægjanlegu bili á milli æfinga eða með nýtingu mismunandi inn- og útganga úr æfingasölum

Þátttakendur skulu spritta hendur fyrir og eftir æfingar og sama á við um allan búnað.

Hér eru svo reglurnar í heild um sóttvarnir á æfingum :
http://kki.is/library/Skrar/reglur_hsi_kki_um_sottvarnir.pdf

Fjórir þjálfarar hafa bæst í þjálfarahóp yngri flokka félagsins.

Þeir Sverrir Þór Sverrisson, Friðrik Ragnarsson, Adam Eiður Ásgeirsson og Baldur Örn Jóhannesson munu bætast við flottan hóp þjálfara. Þeir Yngvi Gunnlaugsson, Ingvar Þór Guðjónsson og Kristinn Pálsson hafa fært sig um set og þökkum við þeim fyrir þeirra flotta framlag og reynslu sem þeir hafa miðlað til iðkenda okkar.

Eins og tilkynnt var í vikunni eru þeir Sverrir og Friðrik að koma aftur inní þjálfun hjá félaginu eftir hlé en þeir hafa unnið marga titla fyrir félagið á sínum þjálfaraferlum. Adam Eiður hefur áður þjálfað hjá okkur og kemur tilbaka frá Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám. Baldur kemur til okkar frá Þór á Akureyri en þar spilaði hann með meistaraflokki Þórs og þjálfaði yngri flokka. Þess má svo geta að 8 þjálfarar okkar sóttu þjálfaranám ÍSÍ í sumar á mismunandi stigum og teljum við það mikilvægan þátt að þjálfarar séu menntaðir í fræðunum.

Þjálfarar flokkanna eru sem hér segir.
Leikskólahópur: Agnar Mar Gunnarsson
Boltaskóli: Agnar Mar Gunnarsson
MB 6-7 ára drengir og stúlkur: Agnar Mar Gunnarsson
MB 8-9 ára drengir: Birgir Örn Hjörvarsson
MB 8 ára stúlkur: Agnar Mar Gunnarsson
MB 9 ára stúlkur: Bylgja Sverrisdóttir
MB 10 ára drengir: Baldur Örn Jóhannesson og Veigar Páll Alexandersson
MB 11 ára drengir: Einar Árni Jóhannsson
MB 10-11 stúlkur: Hermann Ingi Harðarsson
7. og 8.flokkur stúlkna: Bylgja Sverrisdóttir og Eygló Alexandersdóttir
7. og 8.flokkur drengja: Adam Eiður Ásgeirsson og Jón Arnór Sverrisson
9. flokkur kvenna: Hermann Ingi Harðarsson og Gísli Gíslason
9. og 10. flokkur drengja: Mario Matasovic og Adam Eiður Ásgeirsson
Drengjaflokkur og unglingaflokkur: Friðrik Ragnarsson
10.flokkur kvenna og stúlknaflokkur: Lárus Ingi Magnússon og Sverrir Þór
Sverrisson
Logi Gunnarsson er yfirþjálfari og sér um morgunæfingar fyrir iðkendur í 7.flokki
og eldri.