Æfingar yngri flokka á grunnskólaaldri hefjast á morgunPrenta

Körfubolti
Æfingar hefjast aftur á morgun, miðvikudaginn 18 nóvember fyrir iðkendur á grunnskólaaldri.
Áfram eru lagðar sérstakar áherslur á almennar sóttvarnir, handþvott fyrir og eftir æfingar, sótthreinsun á búnaði og áfram eru engir foreldrar leyfðir inni í íþróttahúsunum.
Hér er partur af tilkynningu ÍSÍ og KKÍ til félaganna.
Helstu breytingarnar sem snúa að íþróttahreyfingunni eru að æfingar barna- og ungmenna fædd 2005 og síðar með og án snertingar verða heimilar á ný jafnt inni sem úti. Athugið að einungis er miðað við að æfingar verði heimilar. Verið er að skoða með hvort og þá hvenær gefin verði heimild fyrir keppni. Engar takmarkanir eru settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fer eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.