Æfingar hefjast aftur mánudaginn 4.maíPrenta

Körfubolti
Þar sem heilbrigðisráðherra hefur aflétt takmörkun á æfingar yngri iðkenda þá hefjast æfingar yngri flokka körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur aftur á mánudaginn 4.maí samkvæmt æfingatöflu. Aðeins iðkendur á grunnskólaaldri er leyft að sækja æfingar með hefðbundnum hætti en hvatt er til sérstaks hreinlætis og handþvottar. Einnig er ekki gert ráð fyrir að foreldrar séu áhorfendur í salnum á æfingum og biðjum við foreldra að virða það og ef börnin eru sótt á æfingar þá bíði foreldrar fyrir utan íþróttahúsið eftir æfingar.
Eldri iðkendum, þ.e iðkendur sem eru ekki á leik- eða grunnskólaaldri er ekki leyft að stunda hefðbundnar æfingar en þjálfarar eru að skipuleggja fámennari æfingar fyrir þá og verður það kynnt mjög fljótlega.
Við hvetjum alla iðkendur að mæta vel þennan síðasta mánuð og klára tímabilið á jákvæðum nótum. Við höfum öll virkilega saknað körfuboltans síðustu vikur.