Æfingar hafnar eða við það að hefjastPrenta

Sund

Æfingar hafnar eða við það að hefjast.
Eruð þið búin að tryggja ykkur pláss?

Sundmenn sem voru að æfa síðasta vetur skrá sig í sinn hóp.
Allir sem ætla að æfa sund verða að vera skráðir og hafa gengið frá greiðslu æfingargjalda fyrir fyrstu æfingu.

Sundskólahóparnir Gullfiskar og Silungar raðast sjálfkrafa eftir aldri og þurfa ekki prufu.
Í hópa frá Löxum og uppúr er raðað eftir getu.
Eingöngu nýir meðlimir fara á prufuæfingu.

Gullfiskar verða í Heiðarskóla og hefjast þær æfingar laugardaginn 9/9.
Skráning í Gullfiska/haustönn hefst mánudaginn 21/8.

Athugið að takmarkað pláss er í alla hópa svo lögmálið fyrstur skráir fyrstur fær er í gildi.

Sverðfiskar og Háhyrningar byrja 18. ágúst, yngri hópar byrja 23. ágúst