Æfingar falla niður mánudag og þriðjudagPrenta

2. flokkur

Í ljósi þessara óvenjulegu aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir þarf að endurskoða starfsemi næstu vikna hjá yngri flokkum knattspyrnu og körfuknattleiksdeildar Ungmennafélags Njarðvíkur eins og hjá öllum félögum á landinu. Nú þegar liggur fyrir að öllu mótahaldi yngri iðkenda hefur verið frestað af KKÍ og KSÍ.

Í sameiningu höfum við ákveðið að allar æfingar munu falla niður mánudaginn 16. mars og þriðjudaginn 17. mars til þess að hægt sé að skoða og skipuleggja framhaldið. Við stefnum að því að gefa út hvert framhaldið verður hjá deildunum á þriðjudaginn 17. mars en þá ætti að liggja fyrir hverning skólahaldið hjá iðkendum verður á næstu vikum.

Samkomubannið sem tekur gildi þann 16. mars mum hafa mikil áhrif á okkar starf en í því felst meðal annars að samkvæmt takmörkun á skólastarfi séu ekki fleiri en 20 manns í sama rými og iðkendur mega ekki blandast milli hópa. Skipuleggja skal æfingar/fundi/viðburði á þann hátt að tveir metrar séu á milli einstaklinga.

Barna og unglingaráð
Knattspyrnudeildar UMFN  og Körfuknattleiksdeildar UMFN