Aðeins í annað sinn sem liðin mætast í 8-liða úrslitum!Prenta

Körfubolti

Í kvöld hefst einvígi Njarðvíkur og Grindavíkur í 8-liða úrslitum Subwaydeildar karla. Leikurinn er kl. 20:15 í Ljónagryfjunni og miðasala fer fram á Stubbur-app. Hvetjum alla til þess að tryggja sér miða á leikinn í tæka tíð!

Njarðvíkurborgarar með SMASS – ívafi frá kl. 19:00 og verður hægt að fylgjast með viðureign Stjörnunnar og Vals í Boganum til að gæða sér á ungnauta-Njarðvíkurborgaranum og keyra sig í gang fyrir leikinn.

Leikur kvöldsins er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en við ætlum ekki að gera neitt annað en að fylla Ljónagryfjuna svo við hlökkum til að taka á móti grænu Ljónahjörðinni í kvöld.

Þess má til gamans geta að þetta er aðeins í annað sinn í sögunni sem Njarðvík og Grindavík mætast í 8-liða úrslitum. Núverandi fyrirkomulag með 8-liða úrslitum hófst 1995 en Grindavík og Njarðvík mættust í fyrsta og eina sinn árið 2012 þar sem Grindavík var með heimaleikjaréttinn og vann 2-0. Grindavík hélt svo áfram og varð Íslandsmeistari þetta tímabilið. Rimman sem hefst í kvöld er því aðeins önnur Suðurnesjarimma þessara liða í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar.

Leikdagar í úrslitakeppninni hjá Njarðvík