Aðaltorg og Njarðvík halda inn í nýja leiktíðPrenta

Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Aðaltorg endurnýjuðu á dögunum samstarfs- og styrktarsamning sinn. Vertíðin í körfuboltanum er hafin og Njarðvíkingar leika í „Meistari meistaranna” um komandi helgi gegn Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn. Kvennalið félagsins hefur svo leik í úrvalsdeildinni 6. október gegn bikarmeisturum Hauka en karlalið félagsins mætir meisturum Þórs í Ljónagryfjunni í 1. umferð.

Kristín Örlygsdóttir formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur undirritaði nýja samninginn á dögunum ásamt Ingvari Eyfjörð framkvæmdastjóra Aðaltorgs.

Aðaltorg Reykjanesbæ er verslunar- og þjónustutorg staðsett eingöngu 3 mínútur frá flugvellinum. Aðgengi og sýnileiki Aðaltorgs frá Reykjanesbraut er einstaklega gott. Við hönnun Aðaltorgs er tekið mið af auðveldu aðgengi ferðalanga að verslun og þjónustu á leið til eða frá landinu, jafnframt að vera staðsett miðsvæðis gagnvart íbúum bæjarfélaganna á Suðurnesjum. Kjarni núverandi skipulags er Courtyard by Marriott hótel og ÓB eldsneytisstöð ásamt verslunar- og þjónusturýmum.

Heimasíða Aðaltorgs

Á myndinni með Kristínu og Ingvari eru Adam Calicki, Einar Þór Guðmundsson, Alexander Ragnarsson og Rósa Ingvarsdóttir.

Glöggir lesendur gætu tekið eftir myndinni á bak við hópinn sem stóð að samningnum en það er verkefni eftir Björgvin E. Guðmundsson og heitir „Andlit bæjarins” en nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á www.andlitbaejarins.com

Mynd/JBÓ