Aðalfundur UMFN 2015Prenta

UMFN

Aðalfundur UMFN var haldinn á dögunum. Þar kom fram að fjárhagsstaða félagsins er mjög góð auk þess sem veittar voru viðurkenningar fyrir starf í þágu félagsins. Kosið var til aðalstjórnar og nefnda og var Ólafur Eyjólfsson kjörinn formaður með lófaklappi. Jenný L. Lárusdóttir kynnti uppkast af reglugerðum sem Aðalstjórn hefur verið að vinna að og munu verða teknar í gagnið á þessu ári.

Viðurkenningar.

Karfan veitti gullmerki fyrir 20 ára starf eða keppni fyrir félagið :

Ómari Kristjánssyni

Björgvin Magnússyni

Ágústi  Hrafnssyni

Láru Ingimundardóttur

Bronsmerki,  fyrir 10 ára starf eða keppni fyrir félagið.

Halldóru Halldórsdóttur

62a13cd5-14ee-4d02-ad27-5e9e3adadc24
Knattspyrnudeildin veitti eftirtöldum viðurkenningu:

Gullmerki, fyrir  20 ára starf eða keppni fyrir félagið:

Guðmundi Sæmundssyni


Jóni Einarssyni

Silfurmerki, fyrir 15 ára starf eða keppni fyrir félagið:

Helga Arnarsyni

Bronsmerki fyrir 15 ára starf eða keppni fyrir félagið:

Haraldi Helgasyni

 

bronsmerki fyrir 10 ára starf við þjálfun yngri flokka félagsins

Þóri Haukssyni,

2cc13672-403f-43d3-aa40-e367464b010a

Ólafsbikarinn 2015

Ólafur Thordersen afhenti Ólafsbikarinn fyrir árið 2015

00b2d121-2b5e-4226-993d-7298a13f274a

Halldóru Halldórsdóttur, sem er í unglingaráði körfuknattleiksdildar UMFN

Halldóra eða Dóra eins og hún er ávallt kölluð hefur unnið gríðarlega gott starf fyrir unglingaráðið þar sem hún hefur yfirumsjón með “sjoppunni” í íþróttahúsinu.  Þar er hún á öllum leikjum UMFN sem og þegar helgarmót eru í húsinu og tekur einnig þátt í annarri starfsemi unglingaráðsins.

Hún er fyrirmynd í sjálfboðaliðastarfi, og vel að þessari viðurkenningu komin.