Aðalfundur UMFN 2019Prenta

UMFN

 

Aðalfundur UMFN var haldinn 10. apríl s.l. á 75 ára afmælisdegi félagsins.

Ólafur Eyjólfsson var endurkjörinn sem formaður.  Stjórn félagsins er óbreytt.

Gestir bæði frá ÍSÍ og UMFÍ heimsóttu okkur og veittu viðurkenningar.

Helga Jóhannesdóttir stjórnarmaður frá UMFÍ færði félaginu áritaðan platta og blóm í tilefni afmælisins.  Einnig minntist Helga á það að skoða hvar hægt væri að sækja um styrki, t.d. hjá UMFÍ, Rannís og Evrópusambandinu til félaganna.

Þráinn Hafsteinsson formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ afhenti formönnum  þriggja deilda UMFN, knattspyrnu-, körfuknattleiks- og sunddeildinni  endurnýjun á vottun sem fyrirmyndarfélag/deild ÍSÍ.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri óskaði félaginu til hamingu og talaði um gott samstarf félagsins við Reykjanesbæ og nauðsyn þess að ungmenna- og íþróttafélög væru öflug þar sem þau skiluðu ómetanlegu starfi í barna- og unglingastarfi.

Nemandi frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilaði fyrir gesti eitt lag á harmonikku.

Reikningar félagsins voru lagðir fram og er rekstur félagsins góður og jákvæður.  Stjórnun á fjármálum deilda er mikilvægur og eiga allar stjórnir hrós skilið fyrir gott starf, sem ber að þakka.

Heiðursviðurkenningar voru veittar eftirtöldum.

Gullmerki:                Ólafur Eyjólfsson.                                                                                            Silfurmerki:              Thor Hallgrímsson                                                                         Bronsmerki:            Harpa Kristín Einarsdóttir, Guðný Björg Karlsdóttir og                                                                    Hjörvar Örn Brynjólfsson

Einnig ber að geta þess að Leifi Gunnlaugssyni var veitt gullmerki með lárviðarsveig á lokahófi knattspyrnudeildarinnar sem fram fór í okt. 2018.

Að lokum tók til máls Ólafur Thordersen yngri sem afhendir Ólafsbikarinn sem afhentur var í fyrsta skipti 2003.

Bikarinn hlaut að þessu sinni Harpa Kristín Einarsdóttir fyrir störf sín fyrir sunddeild UMFN og óskum við henni innilega til hamingu sem og öllum öðrum viðurkenningarhöfum.