Aðalfundur KKD UMFN í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld fer fram aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Fundurinn hefst kl. 20.00 á í fundarsal á 2. hæð í Njarðtaksgryfjunni. Að þessu sinni með leyfi aðalstjórnar verða hefðbundin aðalfundarstörf að frátöldu stjórnarkjöri.

Boðað verður til aukaaðalfundar á vormánuðum þar sem gengið verður til stjórnarkjörs skv. aðalfundardagskrá. Með leyfi aðalstjórnar UMFN hefur stjórn KKD UMFN síðustu ár óskað eftir því að stjórnarkjör fari fram þegar sitjandi stjórn hefur farið langt með eða lokið yfirstandandi leiktíð hjá meistaraflokkum félagsins.

Lög UMFN