Aðalfundur KKD UMFN 12. mars 2018Prenta

Körfubolti

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFN fer fram þann 12. mars næstkomandi. Skv. 18. grein úr lögum UMFN er dagskrá fundarins eftirfarandi:

18. grein

Dagskrá aðalfunda deilda félagsins skal vera sem hér segir:

Fundarsetning.
Kosinn fundarstjóri.
Kosinn fundarritari.
Fundargerð síðasta aðalfundar skal leggja fram.
Formaður deildar leggur fram skýrslu deildarstjórnar um starfssemina á liðnu starfsári.

Gjaldkeri deildar leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga deildarinnar fyrir liðið starfsár.

    Kosningar:
a) Kosinn formaður.
b) Kosnir 4 meðstjórnendur.
c) Kosnir 3 menn í varastjórn
d) Kosnir 2 endurskoðendur og einn til vara.
e) Kosið í nefndir og ráð sem aðalfundur ákveður.
Ákveðið æfingargjald fyrir næsta starfsár.
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
Önnur mál
Fundi slitið.

Heimilt er að kjósa færri eða fleiri í stjórn deildar, enda hafi aðalstjórn félagsins samþykkt þá ráðstöfun fyrir aðalfund deildarinnar.

Fundurinn hefst kl. 20:00 í Íþróttahúsinu í Njarðvík á sal félagsins að annarri hæð.