Aðalfundur KKD UMFN 3. marsPrenta

Körfubolti

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur verður miðvikudaginn 3. mars næstkomandi. Fundurinn fer fram á 2. hæð í Njarðtaksgryfjunni kl. 20.00. Allir skuldlausir félagsmenn deildarinnar 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi deildarinnar.

Hefðbundin aðalfundarstörf verða við fundinn en ljóst er að körfuknattleiksdeildin mun kjósa sér nýjan formann þar sem Kristín Örlygsdóttir núverandi formaður mun ekki gefa kost á sér í áframhaldandi formennsku fyrir KKD UMFN. Kristín mun þó fylgja stjórn eftir út yfirstandandi leiktíð.