Aðalfundur kkd. UMFN 2022
Kl: 20:00 21. mars 2022. Ljónagryfjan.
Mættir: 20
Fundarstjóri: Jenný Lárusdóttir
Ritari: Skúli Björgvin Sigurðsson
Kristín Örlygsdóttir formaður byrjar fundinn og leggur til að Jenný Lárusdóttir verði fundarstjóri og Skúli Björgvin Sigurðsson ritari fundar. Tillaga samþykkt með lófaklappi og Jenný fundarstjóri tekur við fundinum.
Fundur hefst á yfirferð fundargerðar síðasta aðalfundar deildarinnar og fór Jenný fundarstjóri yfir fundargerð síðasta fundar í heild sinni.
Því næst er Vala Rún Vilhjálmsdóttir gjaldkeri beðin að koma og fara yfir aðalreikninga deildarinnar. Vala fór yfir reikningana í grófum dráttum. Skuldir hafa lækkað um rúma miljón og þrátt fyrir enn eitt erfitt Covid ár þá voru tekjur umfram gjöld á deildinni (hagnaður 3.7 milljónir) á árinu 2021 á heildar “samstæðunni”. Jenný biður fundargesti að samþykkja ársreikninga og slíkt er án athugasemda.
Því næst kemur Kristín Örlygsdóttir stikla á stóru á ársskýrslu deildarinnar. Síðasta ár var mjög erfitt og ákveðið skipsbrot. Annað hvort var að draga seglin saman eða gefa deildina vel í. Þetta var nauðsynlegt að gera til að halda ákveðnum dampi í úrvalsdeild. Press fylgir alltaf kkd UMFN. Flottir styrktaraðilar og stuðningsmenn, svo kom Reykjanesbær inn með mjög nauðsynlegan styrk til deildarinnar. Í venjulegu árferði hefði deildin verið en betur rekin. Vonast er eftir sterkri úrslitakeppni nú á komandi mánuðum. Kvennaliðið fagnaði deildarmeistaratitil sem var markmiðið. Samningi EÁJ lauk og var Benni Gummm ráðin í staðin. Haukur Helgi Briem var fengin til karlaliðsins. Þrír erlendir leikmenn voru fengnir til kvennaliðsins og einnig 3 erlendir leikmenn til karla liðsins og augljóst að UMFN ætlaði ekki bara að vera með í deildinni á komandi tímabili. Ánægjulegt var að sjá hversu vel styrktaraðilar tóku í að endursemja við deildina. Bikarmeistaratitill vannst loksins þar sem að karlaliðið vann Stjörnuna. 9. bikarmeistaratitlinn. 8 sinnum fengið silfur. Helena Rafnsdóttir mun söðla vestur um haf sem og Veigar Páll Alexandersson og Vilborg Jónsdóttir verða við nám. Vonumst við til að sjá þau aftur á parketinu eftir 4 ár. Kristín ítrekar að vonast er eftir góðri úrslitakeppni og segist ætla að vera frek og biðja um bikara í skápinn.
Jenný tekur við pontu og tekur undir þau orð Kristínar að hún sé stolt af okkar fólki.
Kosning stjórnar: Stjórn KKD hefur óskað eftir því að hafa auka aðalfund til kosningar stjórnar. Jenný óskar eftir því að fundurinn samþykki þessa beiðni stjórnar. Fundurinn er ákveðin þann 16. maí. Fundurinn samþykkir þessa beiðni stjórnar. Stjórn vill klára
Æfingagjöld. Vísað til unglingaráðs líkt og venjulega. Tekið fyrir hjá þeim stjórnum og sama á við um fjárhagsáætlun.
Jenný bíður orðið laust og Ólafur Eyjólfsson stígur í pontu.
Ólafur sagðist hafa verið orðin þreyttur á síðustu árum, ætlaði að hætta en það tókst ekki. en hrósar þeim sem standa í þessu og ótrúlegur árangur. Félagið stendur vel og í fremstu röð með bæði sín lið. Von á skemmtilegri úrslitakeppni. Nokkuð viss um að það verði einn titill í hús. Ólafur minntist á nýtt íþróttahús á næsta ári. Þrisvar sinnum stærra húsi. Unglingaráð þurfi að fara að pæla í því hvernig eigi að manna þá flokka sem koma til með að bætast við í innri Njarðvík. ólafur segist eiga von á að sprengja verði í iðkenndum á komandi tímabili með nýju húsi. Karfan eigi eftir að þrefaldast með þessu nýja húsnæði.
Jenný þakkar formanni fyrir hans hugleiðingar. Hún sagðist eiga eftir að sakna Ljónagryfjunar en viðurkenndi að það þyrfti stærri hús fyrir klúbbinn.
Margrét Sander steig í pontu. Sagðist vissulega vera politíkus eftir smá háðsglósur á leiðinni í pontu (sem vissulega voru á góðum nótum) enn fyrst og fremst Njarðvíkingur. Margrét sagði það skrítið að fólk sé að festast í stjórnum og nefndi þar til sönnunar að Ólafur formaður UMFN hafi verið á leiðinni út en ekki náð því. Margrét hrósaði fólki í unglingaráði deildarinnar og það ótrúlega starf sem þar er unnið. Gríðarlega mikil vinna að baki hjá þessu fólki og töluvert erfiðara að ná í styrki. Margrét sagði það ákveðið frelsi að vera ekki í stjórn eða eiga barn í íþróttaiðkunn að safna styrkjum á þeim vígstöðum. En á móti kom að hún verslar þeim mun meira af klósettpappír og túlipönum. Margir stjórnmálamenn vita að það er mikil vinna bakvið þessi störf en fannst það koma nokkuð spánskt fyrir sjónir að ef ársreikningur félagsins sé svo góður að þá þurfi ekki styrk á meðan önnur lið í bænum sem stæðu ekki jafnvel fengu styrki. Margrét sagði það framtíðartón að þrátt fyrir sjálfboðavinnu þá heldur hún að þetta verði bara rekið eins og fyrirtæki. Bærin og félögin þurfa að finna leið hvernig þetta sé hægt? Margrét lokar sínu tali með því að þakka öllum sem starfa í sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn og samstarfið.
Jenný tók til máls og sagði að deildirnar væru ábyrgar fyrir sínum fjármálum. Aðalstjórn hafi lagt deildum línurnar fyrir 10 til 15 árum. Þetta hefur lagast töluvert hjá öllum deildum síðan þá. Hinsvegar ítrekaði Jenný þá ræðu Margrétar um að bæjarfulltrúar segja okkur standa okkur of vel og að við þurfum ekki styrki. Eins og það megi ekki sjást plús tölur í ársreikningi. En deildinnar eru standa sig vel og það á ekki að vera þeim löstur.
Guðný B. Karlsdóttir tekur til máls við mikið lófaklapp. Guðný sagði að skýrsla unglingaráð liggi á borðum fyrir fundargesti. Guðný nefndi þrjú verkefni sem unglingaráð fóru í. Fyrir það fyrsta fékk unglingaráð styrktarþjálfun inn í æfingatöfluna. Iðkenndur geta keypt sig inn í styrktar prógram. Einnig var samið við Hreiðar Haraldsson sem hefur hugarþjálfun og fyrirlestra fyrir 7. flokk og eldri. Hreiðar mun hitta iðkenndur 4 sinnum á tímabilinu og einnig þjálfara yngriflokka. Miklar væntingar til þessa. Í þriðja lagi var farið var í samstarf við félagsliðið Paterna á Spáni. Markmið þessar samstarfs er að halda eldri iðkenndum áfram í boltanum. Paterna hóf leik og kom með sitt lið hingað í desember. Tekið var vel á móti klúbbnum og allt var lagt í sölurnar. Tveir æfingaleikir og æfingar hjá gestaliðinu í Ljónagryfjunni ásamt ýmsum skemmtilegum ferðum eins og í Bláa Lónið. Stúlknaflokkur fer núna út 21. apríl 2022 til Valencia í slíka ferð. Vonust er til að þetta verkefni sé komið til að vera.
Jenný bað þar næst formann um að slíta fundinum. Kristín var á góðri leið með að slíta fundi þegar Guðný Björg hinsvegar gjammaði frammí og vildi fá stöðuna í leik karlaliðs UMFN gegn Vestra sem leikinn var á Ísafirði á sama tíma. Liðið í toppmálum þar og vann leikinn nokkuð örygglega. Við þær fréttir var fundi slitið.