Aðalfundur kkd. UMFN 11. Mars 2019

Fundarstjóri: Jón Björn Ólafsson
Fundarritari: Skúli B. Sigurðsson

1. Fundarsetning. Formaður deildarinnar, Friðrik Pétur Ragnarsson setur fundinn rétt rúmlega kl 20 (20:03) og bauð gesti velkomna. Mæting: 24 hausar
2. Kosinn fundastjóri: Jón Björn Ólafsson annað árið í röð
3. Kosinn ritari fundar: Skúli B. Sigurðsson annað árið í röð
4. Fundargerð síðasta aðalfundar boðin ti skoðunar og samþykktar. Fundargerð síðasta árs samþykkt án athugasemdar. Grétar Hermannsson sló á létta strengi og bað um tíma til að lesa skýrsluna. Kom ekki með
athugasemd.
5. Formaður deildarinnar Friðrik Ragnarsson lagði fram skýrslu deildar um starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári. Friðrik stiklaði á stóru í árangri meistaraflokka liðanna. Friðrik ítrekaði að fráfarandi hafi haft ákveðið markmið meðal annar að ná í Njarðvíkinga tilbaka til karlaliðs félagsins og það hafi gengið vel meðal annars með ráðningu Einars Árna Jóhannssonar í þjálfarastöðu liðsins. Friðrik taldi upp þá tvo íslandsmeistaratitla sem unnust á síðasta ári og voru það B-liðið og unglingaflokkur. Stiklað var svo á ýmsum fjáröflunum eins og 17. Júní kaffið sem gekk vel og ítrekaði Friðrik að halda ætti í þá hefð. Farið var í æfingaferð með mfl karla í æfingaferð fyrir tímabilið til Svíþjóðar. Almennt talið að þessi ferð hafi gengið vel. Liðið vann í kjölfarið Pétursmótið sem haldið var í minningu Péturs Péturssonar Osteopata. Friðrik fór yfir bikarhelgina í febrúarmánuði og ítrekaði hversu vel hafi gengið og gaman hafi verið að vera Njarðvíkingur þá helgi þrátt fyrir að úrslitaleikurinn hafi tapast. Fjöldi Njarðvíkinga mættu til leiks í Höllina eða um og yfir 600 stuðningsmenn. Notaði Friðrik tækifærið og ítrekaði þörf félagsins á stærri aðstöðu fyrir liðið og stuðningsmenn og auðvitað aðrar deildir.
6. Guðni Þór Gunnarsson endurskoðandi deildarinnar steig í pontu og fór yfir ársreikninga deildarinnar. Guðni fór gróflega yfir helstu tölur. Rekstarahagnaður uppá 3.4 miljónir fyrir starfsárið. Engar spurningar eða athugasemdir voru gerðar við ársreikning sem fundurinn svo samþykkir án athugasemda.
7. Kosning stjórnar Núverandi stjórn óskar eftir að auka aðalfundur verði haldin 29. apríl á grundvelli þess að stjórn vill klára það verk var þá þegar í gangi (úrslitakeppni mfl Karla) Afstaða stjórnar er sú að endurskoða tíma aðalfundar kkd. Rót á stjórn þegar hæst ber við getur haft neikvæð áhrif á lið, leikmenn etc. Fundurinn samþykkir beiðni stjórnar án athugasemda. (Ólafur Eyjólfsson útskýrði seinna á fundinum ástæðu tímasetningar aðalfundar deildanna)
8. Ákveðin æfingagjöld fyrir næsta starfs ár. Beðið er um að þessi liður fari fram á auka aðalfundi deildarinnar.
9. Önnur mál. Ólafur Eyjólfsson formaður UMFN biður um orðið og óskar stjórn til hamingju með góðan árangur og flotta reikninga. Ólafur útskýrir svo ástæðu þess að aðalfundur deilda sé á þessum tíma. Að það sé lögbundið að aðalfundur deildarinnar þurfi að fara á þessum tíma vegna þess að reikninga þarf að skila inn samkvæmt reglum UMFÍ. Ólafur sagði hinsvegar að það mætti skoða það vel að breyta fyrirkomulagi um kosningu stjórnar á þessum tíma. Ólafur ítrekað óskaði núverandi stjórn til hamingu með flott starfsár. Friðrik Ragnarsson steig aftur í pontu.
Friðrik ítrekaði að sterk stjórn er þörf fyrir starf köfuknattleiksdeildarinnar sem virðist stækka með hverju ári. Enn fremur hrósaði Friðrik þeirri stjórn sem hann hafði með sér síðustu þrjú ár og sagði hana hans allra besta síðan hann byrjaði í stjórnarstörfum. Friðrik sagði starfið innan deildarinnar orðið slíkt og stórt að þörf sé á starfsmanni í 50-70% starf. Með því myndi létta töluvert á þeim sjálfboðaliðum sem eru í stjórn
deildarinnar og stuðlar að því að fólk endist lengur í stjórnarstörfum. Mögulegt að stjórn skoði þennan möguleika með vorinu með aðalstjórn og jafnvel bæjaryfirvöldum.
10.Jón Björn slítur fundinn 20:24 með þeim orðum að auka aðalfundur yrði auglýstur nánar.