Getraunir lækka verð á hverri röðPrenta

Fótbolti

Íslenskar getraunir hafa fengið samþykki hjá innanríkisráðuneytinu fyrir lækkun á verði hverrar raðar í getraunum (1X2) um 1 krónu, úr 16 krónum í 15 krónur. Tekur lækkunin gildi mánudaginn 22. febrúar 2016.

Ástæða lækkunarinnar er sú að Íslenskar getraunir eiga í samstarfi við Svenska Spel – Sænsku getraunirnar um sölu á getraunaseðlum og kostar hver röð 1 sænska krónu.

Íslenskar getraunir verða að selja röðina á svipuðu verði og Svíar þar sem vinningsupphæðir eru reiknaðar út í sænskum krónum.

Gengi sænsku krónunnar hefur lækkað undanfarið gagnvart íslenskri krónu og því hafa Íslenskar getraunir ákveðið að lækka verð á getraunaröðinni til samræmis.