Þetta átti ekki að detta með okkur í kvöld, jöfnunarmark vel inní uppbótartíma sem var óvenjulangur miðað við gang leiksins. Eins og áhorfendur sáu þá voru leikmenn okkar að leggja sig allan í þennan leik og áttu svo sannalega skiið öll þrjú stigin úr þessum leik.
Leikurinn fór rólega af stað en sterkur hliðarvindur setti svip sinn á leikinn. Njarðvík náði forystunni á 26 mín þegar Andri Fannar Freysson skoraði örugglega úr vítaspyrnu. Vörn okkar hélt vel og við áttum nokkrar álitlegar sóknir í fyrrihálfleik.
Seinnihálfleikur var með sama sniði og sá fyrri liðin skiptust á að sækja og verjast. Það var blóðtaka fyrir okkur að missa Aliu Djalo af velli vegna meiðsla. En eins og áður sagði þá lögðu leikmenn sig allan í verkefni dagsins og það var því fúlt að þurfa sætta sig við stig út úr þessari viðureign við topplið deildarinnar. En einhvern tíma hefði menn sætt sig við stig gegn toppliði. En það var komið vel frammí uppbótartímann þegar Fjölnismenn náðu að jafna. Ekki voru Njarðvíkingar sáttir við dómarann enda vildu menn meina að brotið hafi verið á Brynjari markmanni í aðdragandandum að því. Gísli Martin Sigurðsson og Ari Már Andrésson fengu rauða spjaldið eftir leik fyrir orðaskak við dómarann. Þetta er ekki gott fyrir okkur en aðeins Ari Már tekur út bann því Gísli er á leið vestur um haf eftir helgi í nám og þetta var hans síðasti leikur með okkur í sumar.
Það er stutt í næsta leik hjá okkur en á fimmtudaginn heimsækjum við Frammara i Safamýrina og við þurfum að stemma okkur saman aftur eins og fyrir þennan leik.
Leikskýrslan Njarðvík – Fjölnir
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Myndirnar eru úr leiknum í kvöld, fleiri myndir í myndasafni á Facebook síðu deildarinnar.