Öflugir strákar sem sjá um boltannaPrenta

Fótbolti

Það eru mörg verkefni sem unnin eru á leikjum meistaraflokks, gæsla, miðasala, sjoppa og svo boltastrákar. Hjá okkur eru það strákar úr 5. flokki sem hafa séð um boltanna síðustu ár. Það er mikilvægt verkefni að sjá til þess að boltarnir fimm séu til staðar. Strákarnir í 5. flokki hafa staðið sig vel í þessu svo eftir er tekið, enda hafa eftirlitsmenn KSÍ haft orð á því hversu fljótir þeir eru að vinna sína vinnu og hrósað þeim.

Á myndinni eru þeir strákar sem stóðu vaktina á síðasta leik okkar á laugardaginn, stjórn deildarinnar þakkar þeim strákum úr 5. flokki sem hafa mætt fyrir þeirra framlag í sumar ásamt öllum öðrum sem vinna við að leiki meistaraflokks.