Prenta

Körfubolti

teddi-umfn

 

Vilhjálmur Theodór Jónsson (Teddi) hefur ákveðið að framlengja í samningi sínum við okkur Njarðvíkinga fyrir komandi tímabil. Vilhjálmur kom til klúbbsins frá ÍR á miðju tímabili sem af er staðið og skoraði um 5 stig á leik og tók 3 fráköst í 9 leikjum.  Teddi eins og hann er jafnan kallaður sagðist í samtali við heimasíðuna hlakka mikið til komandi tímabils í Ljónagryfjunni. Á myndinni má sjá Tedda og Friðrik P. Ragnarsson handsala samningi sem undirritaður var á dögunum.