10 vikur í ÍM50Prenta

Sund

Nú eru flestir elstu sundmennirnir í Luxemborg að keppa og þá er ágætt að minna á að aðeins 10 vikur eru í stærsta mót ársins í langri laug á Íslandi. Góður árangur á móti eins og ÍM50 næst með því að vera stöðugur bæði í því að mæta á æfingar og taka vel á því á æfingunum yfir langt tímabil. 10 vikur eru fljótar að líða svo við hvetjum sundmenn og fjölskyldur þeirra til þess að fókusera á æfingarnar til þess að sundmenn eigi sem mestar líkur á að ná árangri á mótinu.