10 Leikmenn frá Njarðvík valdir í æfingahópa Íslands fyrir sumarið 2022Prenta

Körfubolti

Æfingahópar yngri landsliða U15, U16 og U18 liða Íslands fyrir sumarið 2022 hafa verið valdir. Um er að ræða um 20 manna hópa hjá eldri liðunum og svo 24 manna hjá U15 liðunum sem eru boðuð núna til æfinga en liðin komu saman til æfinga fyrst um jólin í stærri hópum. Liðin æfa næst saman helgina 4.-6. mars og í kjölfarið eftir þá helgi verða 16 manna og 18 manna lokahópar valdir fyrir verkefni sumarsins.

Framundan í sumar eru fjölmörg skemmtileg og spennandi verkefni hjá íslensku liðinum. U15 liðin fara til Finnlands í æfingabúðir og leika landsleiki gegn Finnum. U16 og U18 liðin taka þátt á NM 2022 með Norðurlöndunu og fara einnig á EM yngri liða hvert um sig. Þá eru U20 ára liðin á leið á EM einnig.

Kristín Arna Gunnarsdóttir, U15 stúlkna

Lilja María Sigfúsdóttir, U15 stúlkna

Yasmin Petra Younesd. Boumihdi, U15 stúlkna

Dzana Crnac, U16 stúlkna

Elín Bjarnadóttir, U16 stúlkna

Krista Gló Magnúsdóttir, U18 stúlkna

Heimir Gamalíel Helgason, U15 drengja

Elías Bjarki Pálsson, U18 drengja

Róbert Birmingham, U18 drengja ( leikmaður Baskonia, Spáni)

Rannveig Guðmundsdóttir, U18 stúlkna ( leikmaður Paterna, Spáni)